Notendaskilmálar

skilmálar
01.Dec 2023

Notendaskilmálar uppboð.com

  1. Þessir skilmálar eru samningur milli þín og okkar
    1. Öll viðskipti um vefsvæðið uppbod.com eru háð skilmálum sem hér koma fram og gilda eftirfarandi skilmálar um heimsókn þína á vefinn og öll viðskipti sem þú sem notandi kannt að eiga gegnum vefinn, nú eða síðar.
    2. Með því að nota vefinn, samþykkir notandi að hlíta þessum skilmálum. Þeir aðilar sem nýta sér þjónustu vefsins hafa staðfest að þeir hafi lesið þessa skilmála og eru þeim samþykkir. Til notkunar telst m.a. skoðun, upplýsingaöflun og/eða nýting þeirrar þjónustu sem í boði er á uppbod.com eins og vefurinn kemur notendum fyrir sjónir á hverjum tíma. Öll notkun vefsins takmarkast við þær aðgerðir sem eðlilegar og löglegar geta talist, ásamt þeim upplýsingum og þjónustu sem boðið er upp á á hverjum tíma. 
    3. Við höfum skipt upp skilmálum okkar í annars vegar þessa notendaskilmála, og hins vegar seljendaskilmála. Notendaskilmálar gilda um þá sem vilja stofna aðgang, bjóða í og/eða kaupa hluti á vefnum. Seljendaskilmálar gilda um þá sem vilja bjóða upp og selja hluti á vefnum.
  2. Skilgreiningar
    1. Vefur: þýðir í þessum skilmálum bæði vefsvæðið (domain) uppbod.com og ábyrgðaraðili vefsvæðisins, Daggir Solutions ehf., kennitala 6905090670. 
    2. Hlutur: er sá hlutur, lausafé, bifreið, fasteign eða annað sem söluaðili býður upp á vefnum.
    3. Söluaðili: er lögaðili eða einstaklingur sem stofnar hluti á vefnum og getur birt þá í uppboðum sem aðilinn stofnar eða sem eru þegar í boði á vefnum. 
    4. Notandi: er aðili sem hefur stofnað aðgang á vefnum og með því undirgengist notendaskilmála þessa. Notandi þýðir einnig kaupandi og söluaðili.
    5. Seljandi: er eigandi þess hlutar sem söluaðili hyggst selja á uppboði og getur verið söluaðili sjálfur. 
    6. Kaupandi: er aðili sem hefur með boði í hlutinn sem boðinn er upp undirgengist bæði notendaskilmála þessa sem innihalda kaupendaskilmála vefsins og á hæsta gilda boð í hlut sem er þar boðinn upp.
    7. Sérfræðingur: Söluaðili eða hans fulltrúi, tilnefndur af söluaðila er sérfræðingur og getur samþykkt eða hafnað hlutum sem notendur á hans vegum skrá á vefinn og senda sérfræðingi til yfirferðar.
    8. Söluþóknun: Söluþóknun er uppboðsgjald og er sú þóknun sem söluaðili greiðir við sölu á hlut.
    9. Kaupendavernd: er uppboðs og umsýsluþóknun sem leggst ofaná söluverð hlutar og er greitt af notanda.
    10. Þóknun: eru kaupendavernd og söluþóknun samanlagt.
  3. Þjónusta vefsins
    1. Vefurinn er sjálfvirk uppboðslausn. Við tengjum seljendur við kaupendur hluta gegnum sjálfvirkan stafrænan uppboðsmarkað á vefnum. 
    2. Við erum miðlari, ekki seljandi. Vefurinn er ekki hefðbundið uppboðshús. Við eigum enga hluti sem skráðir eru eða eru seldir á vefnum og tökum ekki beinan þátt í samskiptum milli kaupenda og seljenda. Vefurinn hefur milligöngu um sölu milli kaupanda og seljanda og tryggir að báðir aðilar uppfylli skyldur sínar samkvæmt skilmálum vefsins.
  4. Hlutir á uppboði
    1. Hlutir sem boðnir eru upp eru margvíslegir en söluaðilar eða sérfræðingar á þeirra vegum sjá um að selja hluti á vefnum sem þeir sjálfir eiga eða selja í umboði eigenda þeirra.
    2. Almennt birta söluaðilar eða þeirra sérfræðingar verðmat með hlutum en í sumum tilfellum er verðmat ekki til staðar og er það á ábyrgð notenda að verða sér úti um upplýsingar til að meta þá upphæð sem boðin er í hlut eða hann keyptur á.
    3. Hlutir sem birtir eru á vefnum með lágmarksverði eru merktir sem slíkir þar til boð hefur borist í hlutinn sem nemur í það minnsta lágmarksverði. Notendur sem bjóða í hluti með lágmarksverði eru skuldbundnir af því verði sem þeir hafa boðið en söluaðili er ekki skuldbundinn af því að selja hlutinn nema að lágmarksverði sé náð. Söluaðili hefur 48 klukkustundir frá því að uppboði lýkur til að samþykkja hæsta gilda boð í hlutinn sem er þá greiddur af þeim notanda sem á hæsta gilda boð. Þegar boð notanda er samþykkt, hvort sem það nær lágmarksverði eður ei bætast við gjöld samkvæmt skilmálum þessum eða lögum eftir því sem við á.
    4. Hlutir sem birtir eru á vefnum án lágmarksverðs eru seldir þeim notanda sem á hæsta gilda boð í hlutinn. Söluaðili er skuldbundinn af því að selja hlut á því verði að viðbættum þeim gjöldum sem bætast við hæsta gilda boð samkvæmt skilmálum þessum eða lögum eftir því sem við á.
    5. Í lýsingu hlutar má finna afhendingarmáta og kostnað þeim tengdum. Söluaðili getur boðið upp á að hlutur sé sendur til kaupanda eða að kaupandi sæki hlutinn en söluaðili getur einnig gert kröfu um að hlutur sé annað hvort sendur af söluaðila eða sóttur af kaupanda. Kostnaður við afhendingu, ef einhver, er lýst í lýsingu á hlut til þess að notandi geti kynnt sér kostnað áður en hann staðfestir boð.
    6. Sérstakar reglur eða gjöld geta átt við um ýmsa hluti sem kemur fram í lýsingu hvers hlutar og getur eftir atvikum reiknast ofan á kaupverð þegar notandi leggur fram boð í hlutinn eða er kaupandi að hlut.
    7. Fyrir tiltekna hluti sem seldir eru á vefsíðunni gilda ákveðin lög og reglugerðir sem söluaðilar og notendur sem kaupa slíka hluti þurfa að kynna sér. Dæmi um þetta gætu verið áfengi, vopn (þar á meðal forn vopn), afmarkað efni eða hlutir sem eru verndaðir vegna menningarlegs gildis eða lögum um tegundir í útrýmingarhættu. (Skoða hér hvort eitthvað fleira geti komið til) Söluaðilar bera ábyrgð á að framfylgja þeim lögum og reglum sem á við um hluti sem þeir selja á vefnum í öllum tilfellum.
    8. Vakin er sérstök athygli á því að hlutir sem boðnir eru upp á vefnum eru í mörgum tilfellum gamlir, viðkvæmir, notaðir eða eru handverk og notendur eru hvattir til að kynna sér vel lýsingar á hlutum sem eru á vefnum áður en þeir bjóða í hluti.
  5. Aðgangur notenda 
    1. Til að veita þjónustuna þarf Daggir að safna upplýsingum um notendur sem getur verið gert með auðkenningu með rafrænum skilríkjum eða innskráningum með tölvupósti. Daggir áskilur sér rétt til að vista upplýsingar svo sem kennitölu, heimilisfang, síma, tölvupóstfang og annað sem máli kann að skipta til að tryggja afhendingu á hlutum og áreiðanleika söluaðila og kaupenda.
    2. Notendur eru ábyrgir fyrir því að tryggja leynd lykilorða sinna sem gerir þeim mögulegt, ásamt notendanafni þeirra, að innskrá sig á vefinn. Með því að láta vefnum í té netfang sitt samþykkja notendur að vefurinn megi, þegar nauðsyn krefur, senda notendum tilkynningar á netfang þeirra í tengslum við aðgang þeirra að þjónustunni.
    3. Notendanafn, lykilorð og aðrar samskiptaupplýsingar sem notendur kunna að láta vefnum í té teljast til „aðgangsupplýsinga“ notenda. Réttur notenda til að fá aðgang að og nota þjónustuna er bundinn við þá og þeim er ekki heimilt að flytja þann rétt til annars einstaklings eða lögaðila. Notendum er einungis heimilt að fá aðgang að og nota þjónustuna í löglegum tilgangi.
    4. Ef notandi verður á einhvern hátt var við að óviðkomandi aðili hafi komist yfir aðgangsupplýsingar sínar, samþykkja þeir að gera vefnum strax viðvart með því að senda tölvupóst á [email protected].
    5. Aðgangur notenda að vefnum gæti rofnað af ýmsum ástæðum, t.d vélbúnaðarbilun, tæknilegum bilunum, hugbúnaðarvillum eða uppfærslu á kerfi. Vefurinn ber ekki ábyrgð á tjóni sem slíkt kann að valda, sbr. Takmörkun ábyrgðar þessara skilmála.
    6. Notandi fellst á að hann muni ekki nota nokkurs konar sjálfvirkan hugbúnað, forrit eða aðrar aðferðir til að verða sér út um aðgang að, afrita eða fylgjast með einhverjum hluta af vefnum nema með skriflegu leyfi vefsins og Daggir Solutions ehf sem er eigandi vefkerfisins.
    7. Notandi samþykkir einnig að hann muni ekki nota forrit, hugbúnað eða annars konar aðferðir til að heimsækja, nota eða leita að gögnum á vefnum nema með almennum vöfrum (t.d. Firefox eða Google Chrome) og almennum leitarvélum (t.d. Google eða Bing).
    8. Notandi samþykkir að hann muni ekki senda skrár eða gögn á vefinn sem geti flokkast sem tölvuvírus, tölvuormur eða trójuhestur eða skrár sem innihalda einhvers konar skaðlega eiginleika og/eða geta á einhvern hátt truflað eðlilega virkni og/eða þjónustu vefsins.
    9. Notandi samþykkir að hann muni ekki reyna á nokkurn hátt að sækja, birta eða greina undirliggjandi forritskóða út frá þeim hugbúnaði sem er notaður af vefnum. Ef notandi fær aðgang að undirliggjandi forritunarkóða á vegum vefsins, s.s. vegna bilunar, ber honum að tilkynna slíkt til vefstjóra ([email protected])
  6. Þátttaka í uppboðum
    1. Til að bjóða í hluti á vefnum þarf notandi að hafa stofnað aðgang, skrá kennitölu sína, heimilisfang og greiðsluupplýsingar. Sum uppboð krefjast þess að notandi auðkenni sig með rafrænum skilríkjum og/eða samþykki bakgrunnskönnun.
    2. Hlutir sem engin boð hafa borist í hefjast með lágmarksboði og svo gilda lágmarkshækkanir þar til að uppboði hlutar lýkur.
    3. Notandi getur boðið í hluti á vefnum með tvennum hætti, annars vegar með boði í hlut sem þarf að vera jafnhátt eða hærra en lágmarkshækkun á fyrirliggjandi boði sem berst strax og birtist í lista yfir fyrirliggjandi boð og hins vegar getur notandi að stilla hámarksboð.
    4. Notandi sem stillir hámarksboð í hlut hefur með því stillt hámarksupphæð sem vefurinn sér um að bjóða í hlut fyrir hans hönd. Vefurinn yfirbýður lægstu hækkun sem leyfð er í þau boð sem berast eftir að hann stillir lágmarksboð þar til hámarksboði hans hefur verið náð. Þegar notandi hefur stillt hámarksboð getur hækkun upp í hámarksboð notanda verið undir lágmarkshækkun.
    5. Ef notandi stillir hámarksboð og annar notandi býður sömu upphæð í hlut, telst sá sem fyrr stillti hámarksboð hafa gilt hæsta boð.
    6. Þegar notandi staðfestir boð í hlut á vefnum er boðið bindandi jafnvel þó að notandi eigi ekki hæsta boð og að boðið nái ekki lágmarksverði hlutar sem boðinn er upp. Ekki er hægt að breyta eða draga til baka boð og er það á ábyrgð notenda að tryggja að rétt upphæð sé staðfest við boð.
    7. Lágmarksverð er verð sem söluaðili eða sérfræðingur á hans vegur setur á hlutinn en lágmarksverð er almennt lægsta verð sem söluaðili skuldbindur sig til að selja hlut á. Ef lágmarksverði er náð, er söluaðili skuldbundinn af því að selja hlutinn.
    8. Uppboð á hlutum endar á fyrirfram settum tímamörkum uppboða, þó endar uppboð á einstökum hlutum aldrei fyrr en 3 mínútum eftir síðasta boð í hlut.
    9. Söluaðili sem fær boð í hlut sem nær ekki lágmarksverði getur í sumum tilfellum ákveðið að taka hæsta boði sem nær ekki lágmarksverði. 
    10. Ef notandi býður í hlut hefur hann skuldbundið sig til að kaupa þann hlut sem hann hefur boðið í að viðbættum þeim gjöldum sem kunnu að bætast við upphæð boðsins, til dæmis kaupendavernd og/eða höfundarréttargjöld.
    11. Verðmat sem kemur fram á vefnum er mat aðila sem þekkir til markaðar með svipaða hluti en boð í hluti eru alltaf á ábyrgð notenda sem eru hvattir til að  leita til þriðja aðila varðandi verðmat. Kaup á vörum í fjárfestingartilgangi er alltaf á eigin ábyrgð notenda.
    12. Vörulýsingar eru settar fram af seljendum. Allar vörur eru seldar eins og þeim er lýst og eins og þær líta út á myndum sem hlaðið er inn á vefinn. Söluaðilar geta boðið bjóðendum að skoða hlut sem áætlað er að bjóða upp eða er á uppboði en í þeim tilfellum er það tekið fram í lýsingu vörunnar og söluaðilar og sérfræðingar eru skuldbundnir af því að gæta jafnræðis milli bjóðenda. Ástand hluta sem boðnir eru upp er breytilegt eftir aldri, ástandi, viðgerðum, og almennri notkun. Lýsing og myndir af vörum gætu í einhverjum tilfellum ekki lýst vörunni nægilega vel. Litir og skuggar geta virst öðruvísi á myndum en í raun. Ástandsskýrsla gæti verið til staðar til að hjálpa kaupendum að meta ástand vörunnar. Sérstök athygli notenda skal beint að því að hlutir sem boðnir eru upp á vefnum eru í flestum tilfellum notaðir og eru þeir seldir í því ástandi sem lýst er í lýsingu hlutar. Ef lýsing hlutar er verulega ábótavant er vísað í 10. grein þessara skilmála.
  7. Skyldur notanda
    1. Með því að bjóða í vöru gengur notandi í viðskiptasamband við seljanda hlutar ef hann á hæsta gilda boð í hlutinn og skal það viðskiptasamband hafa sömu þýðingu og samningur um sölu og kaup hlutar milli aðilana. Notendaskilmálar og seljendaskilmálar vefsins gilda um þennan samning ásamt lýsingu söluaðila og boð notanda.
    2. Þegar notandi á hæsta gilda boð í hlut og uppboði lýkur er greiðsla fyrir andvirði hæsta gilda boðs hans í hlutinn sem um ræðir að viðbættum þeim gjöldum sem bætast við söluandvirði hlutar rukkuð af þeirri greiðsluleið sem notandi hefur skráð á vefinn.
    3. Í því tilfelli að greiðsluleið heimilar ekki greiðslu upphæðar fyrir hlut og gjöldum hefur notandi 48 klukkustundir til að uppfæra greiðsluleiðir sínar og ganga frá greiðslu í gegnum vefinn. Að þeim tíma liðnum áskilur vefurinn sér rétt til þess að selja notanda sem á næsta gilda boð hlutinn, en notandi sem með aðgerðarleysi sínu hefur fallið frá kaupum skal greiða 20% af sínu hæsta boði í umsýslugjald til vefsins ásamt öllum gjöldum sem notandi kann að vera skyldugur til að greiða samkvæmt skilmálum þessum sem gjaldfærist á skráða greiðsluleið eða krafa er stofnuð í banka með kostnaði samkvæmt gjaldskrá vefsins.
    4. Kaupendavernd er 9,5% uppboðs og umsýsluþóknun vefsins vegna áreiðanleikakannana á söluaðilum, áreiðanleika athugana vegna hluta sem birtir eru á vefnum og vörslu og umsýslu söluandvirðis þar til hlutur hefur verið afhentur kaupanda. Kaupendavernd leggst ofan á upphæð hæsta gilda boðs og notandi greiðir. Notandi skuldbindur sig til að greiða kaupendarvernd þegar hann fær tilkynningu um að hann eigi hæsta gilda boð í hlut og er skuldbundinn af því að greiða gjaldið hvort sem af kaupum hlutar verður eður ei. 
    5. Önnur gjöld sem kunnu að bætast við hæsta boð notenda í hlut samkvæmt lögum eru til dæmis höfundaréttargjald sem er innheimt af málverkum, myndum og listmunum (Lög nr. 117 19. desember 2005.) og sendingarkostnaður sem tekinn er fram í lýsingu hlutar.
    6. Brot á skilmálum þessarar greinar um kaup vöru geta leitt af sér innheimtuaðgerðir útistandandi þóknana, tímabundinni eða varanlegri lokunar aðgangs notanda samkvæmt skilmálum þessum.
  8. Afhending hluta
    1. Þegar notandi hefur gengið frá greiðslu fyrir hlut er hann orðinn kaupandi og fær söluaðili tilkynningu þess efnis í gegnum vefinn og/eða gegnum tölvupóst ásamt upplýsingum varðandi afhendingu hlutar, hvort sem hann er sendur af söluaðila eða sóttur af kaupanda.
    2. Kaupandi er ábyrgur fyrir því að heimilisfang sem hefur verið skráð sé rétt, að hægt sé að afhenda hlutinn á því heimilisfangi ef hlutur er sendur af söluaðila til hans og ber ábyrgð á því að láta söluaðila vita ef breytinga er krafist við sendingu hlutar til kaupanda í gegnum skilaboðakerfi vefsins.
    3. Kaupandi og söluaðili geta átt samskipti gegnum skilaboðakerfi vefsins ef frekari upplýsinga er þörf vegna afhendingar, hvort sem hlutur er sendur af söluaðila eða sóttur af notanda eða ef kaupandi þarfnast frekari upplýsinga um hlut. 
    4. Ef hlutur er keyptur þar sem tekinn er fram sendingarkostnaður og kaupandi greiðir gjald fyrir sendingu er það fullnaðargjald fyrir flutning eins og honum er lýst í lýsingu hlutar nema til komi önnur gjöld sem söluaðili getur ekki hafað séð fyrir svo sem geymslugjald, gjöld flutningsaðila eða lögbundin gjöld sem flutningsaðili eða opinber aðili innheimtir, slík gjöld eru á ábyrgð kaupanda.
    5. Atriði sem varða sendingar eða afhendingu skal söluaðili svara fyrir og er hann ábyrgur fyrir afhendingu hlutar, hvort sem hlutur er sendur til kaupanda eða sóttur af kaupanda.
    6. Ef hlutur er ekki afhentur innan 10 daga og svör fást ekki frá söluaðila um afhendingu innan þess tíma skal kaupandi hafa samband við vefinn á [email protected] sem aðstoðar við úrlausn.
    7. Ef upp koma vandamál sem vefurinn eða fulltrúi hans telja ekki líkleg til að leysast, getur vefurinn rift sölunni með endurgreiðslu til kaupanda.
  9. Móttaka hluta
    1. Þegar kaupandi hefur móttekið hlut skal hann merkja hlutinn móttekinn í gegnum vefinn á sínum aðgangi.
    2. Kaupandi sem móttekur vöru og hefur athugasemdir við ástand hennar eða lýsingu hins selda skal tafarlaust uppfæra hlutinn á vefnum með því að hluturinn sé móttekinn með athugasemdum og gefa greinargóða lýsingu á þeim athugasemdum sem kaupandi hefur við hlutinn eða afhendingu hans. 
    3. Kaupandi sem merkir hlut ekki afhentan en söluaðili hefur merkt hann afhentan hefur 3 daga til að senda inn athugasemdir í gegnum vefinn og með því að senda tölvupóst á [email protected]. Eftir að sá frestur er liðin skulu kaupin teljast frágengin og hlutverki vefsins lokið við milligöngu milli söluaðila og kaupanda.
    4. Við bjóðum bæði kaupendum og söluaðilum að gefa hverjum öðrum endurgjöf og umsögn á vefnum, en það hjálpar þeim söluaðilum sem standa sig vel við að koma sínum hlutum á framfæri.
  10. Athugasemdir kaupenda og skil
    1. Kaupandi hefur 3 daga frá því að hann fær tilkynningu á vefnum og/eða með tölvupósti þess efnis að hlutur hafi verið merktur afhentur til að gera athugasemdir við að hluturinn sé merktur afhentur.
    2. Að 3 dögum liðnum er greiðslu til söluaðila komið í ferli og ekki hægt að óska eftir endurgreiðslu frá vefnum og hlutverki hans lokið í milligöngu milli kaupanda og seljanda. 
    3. Þegar 3 dagar hafa liðið frá því að afhending hefur verið tilkynnt þarf kaupandi að hafa samband við söluaðila gegnum vefinn til að leita lausna og telst söluaðili þá að öllu leiti ábyrgur fyrir afhendingu eða fullri endurgreiðslu ef þörf krefur. Í þeim tilfellum aðstoðar vefurinn eða hans fulltrúar kaupanda við úrlausn gagnvart söluaðila.
    4. Ef lýsing hlutarins er verulega ábótavant hefur kaupandi tækifæri til þess að merkja hlut sem móttekinn með athugasemdum sem söluaðili og vefurinn móttekur. Í þeim tilfellum aðstoðar vefurinn eða hans fulltrúar, kaupanda og söluaðila við úrlausn málsins sem getur falið í sér viðgerð, útskipti, lækkun uppboðsverðs eða riftun kaupa þar sem söluaðili ber kostnað vegna riftunar. Ef söluaðili er einstaklingur eða hefur sett fram söluskilmála umfram þá sem hér eru teknir fram, getur það takmarkað leiðir til úrlausnar mála gagnvart seljanda.
    5. Lögbundinn skilafrestur er á nýjum vörum sem lögaðilar selja en skilafrestur á notuðu lausafé skal hagað eins og lög kveða á um hverju sinni. 
    6. Skilafrestur á nýju og notuðu lausafé sem keypt er af einstaklingum gegnum vefinn eru háð samkomulagi milli aðilana en þóknanir fást ekki endurgreiddar.
    7. Hlutum sem er skilað skal komið til söluaðila á kostnað kaupanda nema söluaðili samþykki skriflega að greiða fyrir flutning hlutarins. Kaupandi ber ábyrgð á hlutnum þar til að hann hefur með sannanlegum hætti borist söluaðila og ber tjón sem verður í flutningi sjálfur.
    8. Notendur sem verða uppvísir að því að krefjast endurgreiðslu eða skila þrátt fyrir að söluaðili hafi uppfyllt allar sínar skyldur, geta verið að gerast brotlegir við lög sem vefurinn og söluaðili áskilja sér rétti til að tilkynna slíkt til yfirvalda.
    9. Í því tilfelli að söluaðili hafi ekki umboð seljanda til að birta og selja þeirra hluti á vefnum bera fulla ábyrgð gagnvart kaupendum undir skilmálum þessum og mun vefurinn eftir atvikum og getu aðstoða við úrlausn mála þar sem slíkt kemur upp.
  11. Sértækir skilmálar söluaðila
    1. Í sumum tilfellum gætu söluaðilar sem selja á vefsíðunni okkar, haft sína eigin skilmála sem eru teknir fram í lýsingu hlutar og eru aðgengilegir notendum áður en þeir bjóða í vöru. Þeir gilda þá til viðbótar við þessa skilmála. En aðeins ef þeir brjóta ekki í bága við skilmála vefsins. Ef misræmi er milli skilmála söluaðila og skilmála vefsins, þá standa skilmálar vefsins framar sértækum skilmálum söluaðila.
  12. Skilaboð og tilkynningar
    1. Vefurinn sendir notendum tilkynningar um það þegar reikningur hefur verið stofnaður, þegar notandi hefur átt hæsta boð í hlut, þegar notandi hefur boðið í hlut og hefur verið yfirboðinn, þegar boð berast í hlut sem notandi hefur vaktað og þegar uppboð eða hlutir sem notandi er að vakta eru að enda. Auk þessa geta komið upp tilvik þar sem vefurinn sendir notendum sínum nauðsynlegar tilkynningar með rafrænum hætti. Tilkynningarnar tengjast þá skráningum og aðgangi notenda, sem dæmi um þetta er þegar aðgangsupplýsingum er breytt eða aðrar valkvæðar tilkynningar í tengslum við notkun á þjónustunni. 
    2. Af og til kann vefurinn að bæta við nýjum tegundum tilkynninga eða að fjarlægja tilteknar tegundir tilkynninga. Rafrænar tilkynningar frá vefnum verða sendar á netfangið sem notandi gaf upp í tengslum við aðgang notanda á vefnum.
    3. Notendur geta stillt hvers konar tilkynningar þeir fá frá vefnum að þeim tilkynningum undanskildum sem tengjast viðskiptum notanda á vefnum eða skilaboð frá öðrum notendum.
    4. Þar sem tilkynningar eru ekki dulkóðaðar munu þær aldrei innihalda lykilorð notanda. Í þeim tilfellum sem notandi gleymir lykilorði sínu getur hann fengið sendan hlekk á uppgefið netfang á slóð sem gerir viðkomandi kleift að búa til nýtt lykilorð.
    5. Tilkynningar geta innihaldið netfang notanda (þegar sendur er tölvupóstur). Allir sem hafa aðgang að tölvupósti notanda munu geta séð innihald tilkynninganna.
    6. Notandi er meðvitaður um að öllum tilkynningum sem sendar eru með notkun þjónustunnar gæti seinkað eða þær ekki borist notanda af ýmsum ástæðum. Vefurinn reynir eftir fremsta megni að tryggja að tilkynningar berist fljótt og örugglega en ábyrgist á engan hátt að tilkynningar berist eða að tilkynningar innihaldi ávallt nýjustu og/eða réttar upplýsingar. Notandi samþykkir að vefurinn ber enga skaðabótaskyldu vegna tilkynninga sem berast seint eða ekki, vegna villna í efni tilkynninga eða vegna ákvarðana sem notandi eða þriðji aðili tekur eða tekur ekki vegna tilkynninga sem sendar eru frá vefnum.
  13. Persónuvernd
    1. Við skráningu er gerð krafa um að ákveðnar persónuupplýsingar notenda séu gefnar upp, s.s. nafn, kennitala, heimilisfang, netfang sem  og reikningsupplýsingar seljenda á vefnum.
    2. Daggir starfar í samræmi við íslensk lög um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga nr. 90/2018. 
    3. Stefna vefsins er að vinna með eins takmarkað magn af persónugreinanlegum upplýsingum og mögulegt er til að veita þjónustuna. Daggir leggur mikla áherslu á vernd persónuupplýsinga og mun ekki undir nokkrum kringumstæðum afhenda, selja eða leigja persónuupplýsingar notenda til þriðja aðila. Daggir miðlar persónuupplýsingum aðeins til þriðja aðila í þeim tilgangi að veita þjónustu vefsins eða ef vefnum ber að gera það samkvæmt lögum og/eða ef vefurinn og/eða Daggir Solutions ehf. er keypt eða sameinast öðru fyrirtæki. Sjá nánar í persónuverndarstefnu vefsins.
  14. Hugverkaréttindi
    1. Allt innihald vefsins, þar með talið útlitshönnun, hugbúnaður, ritstýrt efni, tilkynningar og annað efni er varið samkvæmt höfundarréttar- og vörumerkjalögum á Íslandi og annars staðar. Innihald vefsins er eign vefsins eða notað samkvæmt leyfi frá notendum, hugbúnaðar-, gagna- eða öðrum efnisveitum sem vefurinn á í viðskiptasambandi við. Vefurinn veitir notendum leyfi til að skoða og nota vefinn samkvæmt þessum skilmálum. Notendur mega eingöngu sækja eða prenta afrit af upplýsingum og efni á vefsins til sinna eigin persónulegu nota sem ekki eru í fjárhagslegum tilgangi í samræmi við II. kafla höfundalaga. Öll dreifing, endurútgáfa eða rafræn afritun af innihaldi vefsins, hvort heldur sem er að hluta til eða heild, eða í einhverjum öðrum tilgangi er þér með öllu óheimil nema með skriflegu samþykki Daggir Solutions ehf.
    2. Efni sem notendur hlaða inn á vefinn, svo sem ljósmyndir, lýsingar eða annað (t.d. texti, grafík, myndir, vörumerki) sem er eign notenda en með því að hlaða efni inn á vefinn hefur vefurinn gjaldfrjálst, ótakmarkað, ótímabundið leyfi til að notkunar slíks efnis, til dæmis, en ekki einskorðað við, notkun í markaðsefni.
  15. Lokun aðgangs notanda
    1. Vefurinn áskilur sér rétt til þess að grípa til hvaða aðgerða sem teljast nauðsynlegar til að bregðast við brotum gegn skilmálum þessum, þ.m.t. tafarlausrar lokunar á aðgangi notanda.
    2. Vefurinn áskilur sér rétt til þess að loka einhliða aðgangi notanda (eftir atvikum að eyða aðgangi) að vefnum hvenær sem er, og án fyrirvara. Þegar vefurinn metur að grípa þurfi til slíkra aðgerða verður notanda gert viðvart um þá ákvörðun og send tilkynning þess efnis á netfangið sem notandi gaf upp við skráningu. Sem dæmi um slík tilfelli er t.d. ef notandi verður uppvís að misnotkun á vefnum, ef notandi hefur brotið í bága við eitthvert ákvæði þessara skilmála, eða ef notandi hefur hegðað sér á þann hátt að augljóst er að notandi ætli ekki eða geti ekki uppfyllt ákvæði þessa skilmála. Ef grunur vaknar að um lögbrot sé að ræða þá áskilur vefurinn sér rétti til tilkynna slíkt til yfirvalda.
    3. Persónuupplýsingar eru vistaðar í 30 daga eftir lokun aðgangs og eytt að þeim tíma liðnum, sjá persónuverndarstefnu vefsins. 
  16. Gildistími skilmála og breytingar skilmála
    1. Vefurinn áskilur sér rétt til að að breyta þessum notendaskilmálum og/eða seljendaskilmálum og bæta við þá hvenær sem er og taka slíkar breytingar gildi án fyrirvara. Ef um er að ræða breytingar sem eru ekki til hagsbóta fyrir notendur vefsins verður notendum tilkynnt um slíkar breytingar með minnst sjö daga fyrirvara fyrir gildistöku breytinganna.
  17. Takmörkun ábyrgðar
    1. Vefurinn ber ekki ábyrgð á óþægindum eða tjóni sem orsakast beint eða óbeint vegna bilunar í tölvubúnaði og/eða hugbúnaði fyrirtækisins eða notanda eða af öðrum orsökum, sem kunna að valda því að upplýsingar eru ekki réttar eða að notandi nái ekki að tengjast vefnum. Daggir ber ekki ábyrgð á óþægindum eða tjóni sem kann að orsakast beint eða óbeint vegna galla eða bilunar í endabúnaði, tengingu við veraldarvefinn, þeim hugbúnaði sem nauðsynlegur er til tengingar við vefinn, vafra eða stýrikerfi notanda eða tölvukerfi vefsins, eða af öðrum þeim orsökum sem kunna að valda því að aðgerðir á vefnum geta ekki farið fram eða verða með öðrum hætti en til var ætlast s.s. vegna tæknibilana, villna í gögnum eða truflana í rekstri tölvukerfa. Vefurinn ber ekki ábyrgð á tjóni sem hlýst af vanþekkingu, misskilningi eða misnotkun notanda eða annars aðila með eða án umboðs notanda. Vefurinn ber ekki ábyrgð á tjóni sem rekja má til rangra aðgerða notanda eða annars aðila. Vefurinn ber ekki ábyrgð á tjóni sem rekja má til utanaðkomandi atvika t.d. bilana, rangra utanaðkomandi upplýsinga o.þ.h. Enn fremur ef rekja má tjónið til atvika sem stafa af náttúruhamförum, styrjöldum, verkföllum eða vegna atriða sem talin verða falla undir óviðráðanleg tilvik (force majeure).
  18. Ágreiningur og lögsaga
    1. Um skilmála þessa gilda íslensk lög. Ef eitthvert ákvæði skilmála þessara verður dæmt ógilt, ólöglegt eða óhæft til fullnustu, dregur það ekki á neinn hátt úr gildi, lögmæti eða fullnustuhæfi annarra ákvæða skilmálanna. Notendur samþykkja að jafnvel þó svo að vefurinn nýti sér ekki einhvern þau réttindi sín sem hljótast af þessum skilmálum að þá skuli ekki túlka það sem afsal þess réttar. Rísi mál út af skilmálum þessum skal það rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.

Skilmálar þessir tóku gildi þann 28. nóvember 2023

Top