Kaupendavernd

kaupendavernd
28.Nov 2023

Þú getur treyst því að greiðslan þín er örugg þar til þú hefur móttekið hlutinn þinn

Kaupendaverndin er trygging sem hjálpar okkur að tryggja örugg og ánægjuleg viðskipti á uppboð.com og að þú getir treyst því sem boðið er upp á síðunni.

Með kaupendaverndinni tryggjum við að:

Greiðslan þín er örugg

Við tökum við þinni greiðslu og höldum henni öruggri þar til þú hefur móttekið hlutinn sem þú áttir hæsta boð í og að þú hafir tækifæri til að fara yfir hlutinn áður en seljandi móttekur greiðsluna.

Seljendur eru auðkenndir

Við auðkennum alla seljendur á uppboð.com til að tryggja öruggt og ánægjulegt samfélag þar sem kaupendur og seljendur geta verið áhyggjulausir.

Uppboðskráningar eru yfirfarnar

Allar skráningar hluta á uppboð.com eru yfirfarnar af okkur eða sérfræðingum á okkar vegum til að tryggja að hlutir sem þú býður í standist okkar kröfur um lýsingu þess sem boðið er upp, hvort sem er í texta eða myndum.

Top