Seljendaskilmálar

skilmálar
01.Dec 2023

Seljendaskilmálar uppboð.com

 1. Almennt um skilmálana
  1. Notandi sem notar söluvirkni vefsins samþykkir að hlýta skilmálum þessum. Þeir aðilar sem nýta sér þjónustu vefsins til að bjóða upp hluti hafa staðfest að þeir hafi lesið þessa skilmála og eru þeim samþykkir. Til notkunar telst m.a. stofnun hlutar, birting hlutar á vefnum og/eða nýting þeirrar þjónustu sem í boði er á uppbod.com eins og vefurinn kemur notendum fyrir sjónir á hverjum tíma. Öll notkun vefsins takmarkast við þær aðgerðir sem eðlilegar og löglegar geta talist, ásamt þeim upplýsingum og þjónustu sem boðið er upp á á hverjum tíma.
  2. Samhliða samþykki skilmála þessara, undirgengst notandi notendaskilmála vefsins sem innifela skyldur söluaðila umfram seljendaskilmála þessa og skulu notendaskilmálar og seljendaskilmálar sameiginlega teljast samningur milli Daggir Solutions ehf og notanda sem hér eftir skal nefndur söluaðili. Ef misræmi er milli notendaskilmála og seljendaskilmála þá skulu notendaskilmálar standa framar seljendaskilmálum.
  3. Skilgreiningar í þessum seljendaskilmálum skulu vera þær sömu og eru í notendaskilmálum vefsins.
 2. Hlutir sem boðnir eru upp
  1. Söluaðili er ábyrgur fyrir þeim hlutum sem hann skráir á vefinn og skal tryggja að hann hafi umboð til að selja hlutinn til kaupanda, tilskilin leyfi fyrir sölu á slíkum hlut og að kaupandi standist kröfur, ef einhverjar eru, til eigenda slíkra hluta.
  2. Söluaðili sem hyggst skrá hlut á uppboð ber ábyrgð á því að hluturinn sé skráður í réttan flokk á vefnum. Ef óvissa er um hvaða flokk hlutur á að tilheyra ber söluaðila að setja hlutinn í flokkinn “Annað” og vefurinn sker úr um flokkun í samráði við söluaðila.
  3. Flokkar hluta á vefnum geta í sumum tilfellum borið lögbundin gjöld sem kaupandi greiðir við kaup hlutar og er söluaðili ábyrgur fyrir því gagnvart vefnum sem er umsýsluaðili slíkra gjalda, kaupanda og þriðja aðila ef um slíkt er að ræða ef hlutur hefur verið rangt flokkaður.
  4. Söluaðili ber í öllum tilfellum ábyrgð á lýsingu hlutar og skal fara gaumgæfilega yfir lýsingu áður en hlutur er birtur á vefnum. Lýsingin skal innihalda ástand hlutar, aldur, notkun, viðeigandi staðfestingar á uppruna, afhendingarmátar sem í boði eru fyrir kaupanda, kostnað ef um ræðir vegna afhendingarmáta og sértæka skilmála sem söluaðili setur. Söluaðili skal einnig hlaða upp myndum sem gefa notendum vefsins góða mynd af þeim hlut sem er birtur á vefnum, ástandi hans, göllum ef einhverjir og fylgiskjölum sem gætu verið mikilvægt að fylgi hlutnum. Söluaðilar eru ábyrgir fyrir því að afmá hvers konar persónugreinanlegar upplýsingar af myndum og lýsingum. 
  5. Í þeim tilfellum að lýsing söluaðila er ófullnægjandi getur það leitt til þess að kaupandi getur skilað hlut til söluaðila.
  6. Söluaðili getur sett sértæka skilmála við hluti sem söluaðili birtir á síðunni svo framarlega sem þeir brjóta ekki í bága við skilmála vefsins. Sértækir skilmálar geta til dæmis verið lýsing á tjónuðum hlut, sérstakar kröfur sem gerðar eru til kaupenda hlutarins og/eða aðrir skilmálar sem mikilvægir eru kaupum á hlutnum.
  7. Þegar söluaðili skráir hlut er það á ábyrgð söluaðili að setja inn lágmarksverð ef þess er krafist og skal slíkt lágmarksverð taka mið af væntu söluverði og raunhæft markaðsverð. Hlutir sem eru skráðir án lágmarksverðs eru seldir á hæsta boði.
  8. Verðmat og/eða lágmarksverð skal ávalt vera verð með virðisaukaskatti, þ.e.a.s. lokaverð sem kaupandi greiðir að undanskildum þóknunum og lögbundnum gjöldum sem leggjast á lokaverð og sendingarkostnaði.
  9. Þegar söluaðili hefur óskað eftir birtingu vöru er hann skuldbundinn af sölu hlutarins í gegnum vefinn ef boð jafn hátt eða hærra en lágmarksverð hefur borist eða ef ekki hefur verið skráð lágmarksverð á hlut við skráningu. 
  10. Vefurinn og þeir aðilar sem eru á hans vegum áskilja sér rétt til að hafna birtingu hluta sem standast ekki kröfur vefsins, skilmála þessara eða af einhverjum sökum eru ekki taldir heppilegir til birtingar. 
  11. Vefurinn og þeir aðilar sem eru á hans vegum leitast við að veita söluaðilum endurgjöf ef um höfnun er að ræða og veita söluaðilum tækifæri til úrbóta og endurbirtingar.
  12. Í því tilfelli að söluaðili afhendir ekki kaupanda hlut er söluaðili ábyrgur gagnvart vefnum fyrir greiðslu söluþóknunar og kaupendaverndar samkvæmt gjaldskrá vefsins en að lágmarki 75.000 kr. (sjötíu og fimm þúsund krónur).
  13. Ef söluaðili vill afturkalla hlut sem hefur verið óskað eftir birtingu á, skal hann umsvifalaust hafa samband við vefinn með því að senda tölvupóst á [email protected] og veita greinargóða lýsingu á mistökunum og þeim úrbótum sem skráning hlutar þarfnast. Ef uppboð er hafið á hlutnum og/eða boð hafa borist í hlutinn áskilur vefurinn sér rétt til að hafna ósk um breytingar en almenna reglan skal alltaf vera að verða við breytingum sem ekki hafa áhrif á almenna notendur vefsins.
 3. Afhending hluta til hæstbjóðanda
  1. Söluaðili ber ábyrgð á því í lýsingu að gera grein fyrir því hvort hann óski þess að hlutur sé sóttur eða sendur eða hvort kaupandi geti valið um afhendingarmáta.
  2. Þegar söluaðili býður uppá sendingu hlutar þá ber söluaðili ábyrgð á hlut þar til afhending til kaupanda hefur átt sér stað.
  3. Söluaðili sem getur sýnt fram á afhendingu með rekjanlegri sendingu frá sendingarþjónustu getur merkt hlut afhentan.
  4. Þegar söluaðili hefur afhent hlut til kaupanda merkir hann hlutinn sem afhentan á vefnum. Hlutur sem hefur verið sendur frá söluaðila skal merktur sendur og ekki afhendur fyrr en flutningsaðili hefur sent söluaðila tilkynningu þess efnis. 
  5. Ef kaupandi hefur ekki merkt hlut móttekinn en frestur kaupanda til að gera athugasemdir við hlut er liðinn án þess að kaupandi hafi gert athugasemd telst hluturinn að fullu afhendur og vefurinn hefur uppgjörsferli. 
 4. Athugasemdir Kaupenda
  1. Söluaðili skal bregðast við athugasemdum kaupenda án tafar í gegnum skilaboðakerfi vefsins. Ef kaupandi hefur gert athugasemdir við ástand hlutar eða sent skilaboð á söluaðila sem hefur verið seint eða alls ekki svarað, áskilur vefurinn sér rétt til að fresta uppgjöri við söluaðila þar til kaupanda hefur verið svarað á fullnægjandi hátt. Vefurinn áskilur sér rétt til að loka aðgangi söluaðila, tímabundið eða varanlega, sem ekki svara kaupendum með fullnægjandi hætti.
  2. Í þeim tilfellum að ágreiningur er milli kaupanda og söluaðila vegna hlutar sem kaupandi hefur móttekið, en ekki merkt móttekinn og í kjölfarið uppgjör við söluaðila, skal söluaðili senda erindi á [email protected] til að vefurinn eða hans fulltrúar geti skoðað málsástæður og aðstoðað við úrlausn.
 5. Skil & Ábyrgð
  1. Söluaðili og kaupandi geta komið sér saman um að úrlausn vegna athugasemda kaupanda eða hvers kyns annars ágreinings milli aðila skuli leyst með skilum á hlut til söluaðila. Kaupandi ber ábyrgð á hlut þar til hann hefur borist söluaðila í hendur og skal koma hlut í hendur söluaðila á sinn kostnað. Þóknanir fást ekki endurgreiddar.
  2. Skilaréttur á hlutum er samkvæmt lögum en söluaðili skal vera ábyrgur fyrir þóknunum og endurgreiðslu ef lýsing á ástandi hlutar er ófullnægjandi og/eða söluaðili gerir ekki grein fyrir ástandi hlutar í lýsingu hans.
  3. Ábyrgð söluaðila skal vera samkvæmt lögum. 
 6. Kostnaður og Uppgjör
  1. Vefurinn gerir upp við söluaðila á hverjum miðvikudegi fyrir þá hluti sem hafa sannarlega verið afhentir kaupendum eða með staðfestingu kaupenda.
  2. Frá söluverði sem greiðist til söluaðila dregst söluþóknun samkvæmt gjaldskrá.
 7. Lokun aðgangs
  1. Ef aðgangi söluaðila er lokað samkvæmt ákvæðum notendaskilmála eru hlutir sem hafa verið birtir teknir úr birtingu, hvort sem uppboð er hafið á þeim eður ei.

Skilmálar þessir tóku gildi þann 28. nóvember 2023

Top