Hvernig á að selja á Uppboð.com
Að skrá hlut
Þegar þú skráir hlut velur þú fyrst flokkinn sem hann tilheyrir. Flokkarnir krefjast mismunandi upplýsinga um hluti og í sumum tilfellum geta bæst við auka gjöld sem kaupendur greiða, til dæmis höfundarréttargjöld á listmuni.
Ef þú ert ekki viss um réttan flokk eða finnur hann ekki, getur þú samt haldið áfram. Teymið okkar fer yfir skráninguna, setur hlutinn í réttan flokk og gæti beðið þig um að bæta við upplýsingum áður en hluturinn er birtur.
Gefðu ítarlega lýsingu á hlutnum. Útskýrðu vel ástand, útlit og önnur mikilvæg atriði til að hjálpa kaupendum að taka upplýsta ákvörðun.
Taktu skýrar myndir í góðri upplausn sem sýna hlutinn þinn vel. Settu einnig inn myndir af öllum göllum, enda stuðlar það að trausti og réttara verðmati. Saga hlutarins getur aukið áhuga og ýtt undir hærri boð.
Verðmat og lágmarksverð
Þú getur sett inn verðmat sem sérfræðingur fer yfir, og mögulega notað það sem upphafsboð í samráði við þig. Verðbil getur einnig gefið hugmynd um væntingar þínar til söluverðs.
Þú getur sett lágmarksverð sem er lægsta verð sem þú ert tilbúin/n að sætta þig við. Ef þú setur ekki lágmarksverð, eða ef boð nemur lágmarksverði, skuldbindur þú þig til að selja hlutinn þegar hann hefur verið birtur.
Afhending hlutar
Þú ræður hvort kaupandi sækir hlutinn eða hvort þú býður upp á sendingu. Gefðu skýrar upplýsingar um afhendingu, s.s. staðsetningu, tíma og símanúmer.
Ef þú býður sendingu getur þú sett fastan sendingarkostnað sem kaupandi greiðir. Passaðu að sending sé rekjanleg og að undirskrift kaupanda sé skilyrði fyrir staðfestingu greiðslu. Ef þú ert ekki tilbúin/n að senda skráninguna inn strax, getur þú vistað hana sem drög og haldið áfram síðar undir „Selja“.
Farðu vandlega yfir skráninguna áður en þú sendir hana til yfirferðar.
Að senda hlut til yfirferðar
Teymið okkar eða sérfræðingar fara yfir skráninguna til að tryggja að hún sé fullnægjandi. Minniháttar breytingar gætu verið gerðar af okkar hálfu, en stærri breytingar eru sendar til þín til yfirferðar áður en hluturinn er samþykktur.
Markmið sérfræðinga okkar er að tryggja gagnsæi og rétt verðmat. Breytingar eru alltaf gerðar til að tryggja réttar upplýsingar og sanngjarnt verð. Þú treystir sérfræðingum okkar sem sjá til þess að Uppbod.com sé áreiðanlegur markaður.
Ef skráningu er hafnað færðu skýringar með höfnuninni sem gera þér kleift að laga skráninguna og reyna aftur. Þú getur afturkallað skráninguna áður en yfirferð hefst með því að senda tölvupóst á [email protected].
Mundu að ef hlutur er birtur og lágmarksverði er náð er salan skuldbindandi. Ef þú klárar ekki söluna þarftu að greiða gjöld samkvæmt skilmálum okkar.
Meðan á uppboði stendur
Þegar hluturinn þinn er birtur er gagnlegt að deila uppboðinu til dæmis á samfélagsmiðlum og hópum sem gætu haft áhuga. Við auglýsum uppboðin okkar, en þátttaka þín sem seljanda hjálpar mikið við að ná árangri.
Það skapast oft meiri spenna þegar nær dregur lokum. Þú færð tilkynningu þegar boðið er í þinn hlut. Ef hluturinn þinn seldist ekki vegna þess að lágmarksverði var ekki náð getur þú ákveðið að selja hlutinn til hæstbjóðanda.
Afhending seldra hluta
Þegar hluturinn er seldur og greiðsla staðfest færðu upplýsingar um kaupandann. Ef afhent er persónulega, merkir þú hlutinn „Afhentur“ og biður kaupanda að staðfesta móttöku.
Ef þú sendir hlutinn, merkir þú hann „Sent“ þegar hann er sendur og „Afhentur“ þegar sendingarstaðfesting fæst frá flutningsaðila. Staðfesting á afhendingu um leið og hún berst kemur í veg fyrir greiðslutafir.
Þú berð ábyrgð á hlutnum þar til staðfest er að hann hafi borist kaupanda. Sendu því ávallt rekjanlega sendingu og tryggðu hlutinn ef þörf er á.
Að fá greitt
Greiðsla til þín fer fram eftir að kaupandi hefur staðfest móttöku eða sjálfkrafa eftir 72 tíma ef engar athugasemdir hafa borist. Þú færð hæsta boð að frádregnum sölulaunum og öðrum kostnaði getur átt við og þú hefur samþykkt áður en hluturinn þinn var boðinn upp.
Greiðslur til seljenda fara fram vikulega, á miðvikudögum, fyrir hluti sem staðfest hefur verið að kaupandi hafi móttekið og 72 tíma fresturinn er liðinn sem kaupandi hefur til athugasemda.
Skil og ágreiningur
Kaupendur geta gert athugasemdir ef lýsing eða myndir passa ekki við hlutinn. Ítarlegar og nákvæmar skráningar draga úr líkum á ágreiningi. Taktu fram öll skilyrði kaupenda við kaupin á hlutnum sem stangast ekki á við skilmála okkar.
Við mælum með því að seljendur og kaupendur leysi úr málum sem kunnu að koma upp sín á milli en Uppbod.com getur gripið inn í ef þörf krefur.